DÝPSTA SÆLA OG SORGIN ÞUNGA - Jafnréttissinni eða: Femínisti???

 

Þetta er vel til fundið hjá strákunum! Þeir eru kúl þessir femínistastrákar. Komst ekki á fundinn en kem pottþétt næst. Jafnréttissinni - Femínisti?Fólk er mikið að bögglast með þessi orð og lætur jafnvel neikvæð orð falla um femínista einsog þeir séu eitthvert eitt stórt reiðiský!!!??? Sumir femínistar eru algjörir sprelligosar, aðrir töluvert alvarlegri - þeir eru bæði fjölbreytilegir og ákaflega jafnréttissinnaðir einsog allir heilvita menn og konur játa sig vera - þegar á þá er gengið. Þetta merkir í rauninni alveg hið sama. Kannski að forskeytið femín- trufli, einsog það er nú annars fallegt.Cool Já. Karlkyns femínisti er allavega mjög kúl - hann vill bara jafnrétti einsog við öll hin, í verki, til dæmis jöfn laun fyrir mömmu sína - eða dóttur. Hver vill það annars ekki? En nú er töluvert að þokast í launamálum vonum við, það er auðvitað hryggilegra en tárum taki að greiða mönnum ekki sömu laun vegna kynferðis þeirra. Ólöf frá Hlöðum orti þetta stórkostlega kvæði um sælu og sorg - sem fer hér á eftir. Ef maður kynnir sér sögu skáldkonunnar skynjar maður að hún hefur verið djúphugull femínisti.

 

Dýpsta sæla og sorgin þunga

svífa hljóðlaust yfir storð.

Þeirra mál ei talar tunga

tárin eru beggja orð


mbl.is Klámkvöld í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sjálf Elísabet og innilega til hamingju með daginn!!! Ég uppgötvaði Edith mjög seint, en hún er ótrúlega mögnuð, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur veit fullt um hana en hún kynnti mig fyrir þessum brjáluðu Angry-Women feministum sem eru svolítið miklir pönkarar og því einkar hressandi fyrir okkar kynslóð, þetta brot sem þú fannst er mjög fallegt. Ólöf var langt á undan sinni samtíð og vildi hafa aðskilinn fjárhag og heyja sín tún í friði ...(þetta fann ég einmitt líka á netinu!! ) - þótt Ólöf væri nú reyndar einkar hamingjusamlega gift,ML

M L :) (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: kona

Ekki gleyma femínísku tilfinningatorgi í dag á Hljómalind.  Taktu allar þessar yndislegu skáldkonur með þér!

kona, 11.3.2007 kl. 10:09

3 Smámynd: Margrét Lóa Jónsdóttir

Takk fyrir áminninguna! Hljómalind er indæll staður og í miklu uppáhaldi hjá mér en ég hef setið mest yfir litlu dóttur minni í dag og í gær - hún hefur verið með flensu og mjög sloj. Kær kveðja,ML

Margrét Lóa Jónsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:50

4 identicon

Beibí! Sá  þig í Mogganum í gær - alltaf flottust!!!

Sé þig vonandi bráðum.

 kv,

Verano

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband