VÍNGLAS undir VÍNBERJATRÉ, verde que te quiero verde ...

Ég fór í Lorcagarđinn í Granada í seinustu viku, lystigarđ sem er veglegur minnisvarđi fyrir Federico og hugsađi um ţessar línur sem allir Spánverjar ţekkja: Verde que te quiero verde, verde viento, verdes ramas.

Núna bý ég í fjallaţorpinu Castil de campos í Córdoba ásamt fjölskyldu minni. Vinnuherbergiđ mitt er međ útsýni yfir gjörvalla sveitina. Viđ sjáum sólarlagiđ af veröndinni okkar. Ég vakna oft viđ sólarupprásina og horfi á falleg fjöll og ólífutré svo langt sem augađ eygir. Stundum vaki ég heila nótt og fylgist međ ţví ţegar dagurinn byrjar ađ fćđast bakviđ ólífufjöllin og hlusta um leiđ á hanagal og hundagelt ...

Vínglas undir vínberjatré kostar ađeins 90 cent og ég er búin ađ komast ađ ţví ađ tóbaksdemóninn alrćmdi er af suđrćnu bergi brotinn. Međ smáflugur á hverjum fingri sitjum viđ stundum á útsýnishćđinni okkar hér í Castil. Hér eru annars engir ferđamenn nema viđ sem sporđrennum risarćkjum međ góđri lyst. Ađ risarćkjum gleyptum pöntum viđ okkur meira ađ drekka og í kjölfariđ birtist bústinn bareigandi međ pattaralega tortilla-bita á diski:)
Hér er endalaust veriđ ađ fćra okkur tapas. Vino tinto de verano er svalandi í sólinni en hér getur hitinn fariđ vel yfir 40 stig. Andalúsíubúar kunna ađ njóta lífsins og stundum er erfitt ađ fá ađ borga fyrir krásirnar. Hér vill fólk allt fyrir mann gera, ţađ eru vissulega orđ ađ sönnu og ég velti ţví fyrir mér hvernig standi á ţví ađ allir virđast svo ćđrulausir og hamingjusamir hér í sólinni ţar sem fátt er viđ ađ vera annađ en ađ sitja og spjalla. Kjagandi og brosmildar ömmur knúsa barnabörn međan fólk á mínu reki siglir um á veröndum og vökvar pelargóníurnar sínar. Allir virđast hafa nógan tíma til ađ njóta lífsins í ţessu kyrrláta ţorpi. Er annars ađ lesa To the lighthouse eftir Virginu Woolf og ađ hugsa um venjulegan huga á venjulegum degi. Venjulegan huga á degi sem nákvćmlega ţessum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Lóa Jónsdóttir

Hún er víst vandfundin paradísin, hún er stundum hér, stundum ţar - en viđ eigum hana auđvitađ líka heima! Frábćrt ađ lesa um gćludýrin ykkar Elísabet. Einn daginn ćtla ég svo líka ađ halda garđveislu hér í sveitasćlunni. Núna er hitinn kominn yfir 40 stig ţannig ađ ég pára á bókasafninu í Priego de Córdoba. Í svalanum hér inni er mun auđvedara ađ pára sig inn í nýtt skáldverk- og verđa svo auđvitađ hugsađ heim! Ţín:Marlóbird

Margrét Lóa Jónsdóttir, 5.7.2007 kl. 11:41

2 identicon

Sammála Elísabetu, ţú ćttir endilega ađ blogga meira frá Andalúsíu. Ţađ er alltaf unađslegt ađ lesa um Paradís hvar og hverra sem hún er.

Sigríđur Ólafsdóttir (IP-tala skráđ) 5.7.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Ósk Sigurđardóttir

Yndislegt ađ lesa um Andalúsíu og Spán. Var ađ flytja heim og sé eiginlega hálf eftir ţví...... njóttu ;)

Ósk Sigurđardóttir, 11.7.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Margrét Lóa Jónsdóttir

Mikiđ höfum viđ veriđ heppin međ veđriđ heima, algjör dásemd greinilega. Ég er fegin ađ hafa flutt núna á einn heitasta stađ Spánar í júlí og ágúst amk. ţ.e. Córdoba og Sevilla. Fór í dásemdarferđ međ Siggu vinkonu og tvillingum hennar, Óla og Steina til hinnar algjörlega stórfenglegu RONDA og Cádiz og auđvitađ líka til Vejer, máraţorpsins sem viđ bjuggum í - og ţar borđuđum viđ á marókóskum veitingastađ úti í garđi undir sítrónutrjám. Er á svo miklu og sígaunalegu flakki ađ ég GET ţví miđur nánast ekkert bloggađ en langar ađ deila ţessum frábćra stađ međ öđrum (ţ.e. Vejer de la frontera, ţađ kemur ađ ţví ađ ég hef meiri tíma og staldra einhversstađar viđ) já, sem Sigríđur vinkona kallar paradís, meira ađ segja tvíburarnir hennar eru farnir ađ tala um himnaríki upp úr ţurru sem lýsingu á ađstćđum okkar. HVÍLÍKAR strendur, hvílíkur maaaatur! Viđ erum sem sagt afar ánćgđ hérna öllsömul og dćtur mínar njóta ţess ađ hafa gesti, rétt eins og viđ. Gesti ađ heiman sem erusífellt ađ kynnast nýjum hliđum á Andalúsíu.

Margrét Lóa Jónsdóttir, 16.7.2007 kl. 11:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband