31.1.2008 | 14:31
SVARTARI eða BETRI kímnigáfa - Bærinn er skrítinn
Hver skilur til fulls borgarstjórnarmálin í borginni okkar? Og hvað með kímnigáfuna? Hugsum um húsin í miðborginni. Hugsum um Sirkus. Öll þessi gömlu hús ... Allar þessar lóðir. Hvað á að fara að byggja?
Í Fögra veröld Tómasar Guðmundssonar er ljóð sem heitir einfaldlega Húsin í bænum og byrjar svona:
Bærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum.
Hús meðfram öllum götum í röðum liggja.
Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir
og ætla sér líklega að byggja.
Skyldi nokkur þjóð hafa svartari eða betri kímnigáfu en við? Ef borgarstjóra þykir hafa verið vegið að sér og sínum, lætur hann það í ljósi. Það er eðlilegt. Margir tjá sig um brandarana í Spaugstofunni. Strákarnir/ karlarnir í Spaugstofunni eru ekki alltaf strákarnir okkar. Sjónvarp er skrítið fyrirbæri rétt einsog bærinn okkar. Einu sinni held ég að ég hafi verið eina manneskjan á landinu sem hafði aldrei horft á þáttinn Innlit útlit. Núna hef ég horft á hann nokkrum sinnum og líka Allt í drasli. Hef aldrei horft á þætti sem heita Trúður. Kynningin er að mínu áliti ekki fyndin þessa vikuna. Einhver kall að lyfta sænginni sinni og búinn að skíta á sig. Sjúkt? Fyndið? Veit ekki út á hvað þessir þættir ganga. Kannski þykir mörgum gaman að horfa á þá. Kynningin gerir mig staðfasta í þeirri ákvörðun minni að hætta næstum alfarið að horfa á sjónvarp. En ekki Spaugstofuna. Held að það sé eitthvað til í því að kímnigáfa geti hjálpað til að eyða fordómum. Okkur er ekki sjálfrátt þegar kímnigáfan er annars vegar, það er að segja: Hvað okkur finnst fyndið. Hvítur sloppur. Grátt skegg. Kúkú-kúkú- sömuleiðis, sömuleiðis. Skrítið atriði. Ég ætla náttúrlega ekki að hætta að horfa á fréttir og fréttaskýringaþætti á þeim sjónvarpsstöðvum sem ég er með heima hjá mér. Fréttatíminn á TVE var nýverið stútfullur af myndskeiðum frá karnevali á Tenerife. Þar var hin ítalska og ofurfagra Sophia (73) með glæsileg ný gleraugu fremst í flokki. Sumt er ómissandi í lífinu. Og sumt er erfitt að standast þótt flest sé auðvitað best í hófi.
Minni mig reglulega á eftirfarandi línu sem Bowie syngur á sinn dásamlega og einstaka hátt í China girl:
I´ll ruin everything you are, I´ll give you television.
Athugasemdir
kæra margrét, gaman að sjá þig aftur !
ég sakna spaugsstofunar, sé þáttinn stundum á netinu, en skil lítið, enda ekki inn í íslenskum þjófélagsmálum, sá þá alltaf í gamla daga þegar ég bjó heima.
Bless til þín og ósk um fallegan rest af deginum...
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 15:52
Spaugstofan gerir oft fréttunum betri skil en hinar fréttastofurnar, varðandi húsafriðun á gömlum timburkofum hef ég sterkar skoðanir það á að friða. Auðvitað er einhverjir maðkar í mjölinu varðandi verðlagið á laugavegi 4- 6, það er svosem ekkert nýtt ef að menningin fær að blómstra þá er markinu náð. V.V er óhæfur að mínu mati súr krimmi og lygari sem ber við minnisleysi í óþægilegum málum auðvitað eigum við að mæta á pallana og baula á hann þangað til hann hrökklast úr embætti.
Annars þakka ég þér og Jóa fyrir lánið á skrúflyklinum hérna um daginn
Sólskynskveðjur
Fríða Eyland, 8.2.2008 kl. 22:30
Skiptilyklinum...afsakaðu sleifarháttinn
Kveðja
Fríða Eyland, 9.2.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.