Í ríki nćturblámans

'Guđ sér um vini mína. Ég sé um óvini mína' eftir Sigríđi ÓlafsdótturÉg fór á óvenju margmenna opnun um miđjan janúar í Gerđarsafni – ţar sem hleypa ţurfti fólki inn í hollum. Oft náđi mađur ţví ađeins rétt ađ grilla í listaverkin.
    Seinna var mér sagt ađ ţúsund bođsgestir hefđu mćtt á opnunina. Í og međ auđvitađ til ađ sýna sig og sjá ađra eftir allt jóla- og áramótastússiđ. Eftir allt átiđ. Fjölskyldubođin. Alla eyđsluna. Sjálf var ég ţar alls engin undantekning.
    Ađ öđrum Indígóverkum ólöstuđum, áttu fangaverk Sigríđar Ólafsdóttur hug minn allan á opnuninni, en Portret-myndir hennar af föngum á Litla Hrauni er forvitnilegt ađ skođa í tengslum viđ eldri málverk hennar og útsaumsmyndir af fjölskyldum. Ein til dćmis ađeins af móđur og dóttur. Önnur af karlmanni međ tvćr stelpur og kött. Og enn önnur af dćmigerđri vísitölufjölskyldu. Sigríđur mćtti ţá heim til hinna ýmsu tegunda af fjölskyldum og tók af ţeim ljósmyndir sem hún síđan málađi. Sama var uppi á teningnum í nýju verkunum, hún mćtti á stađinn – á Litla Hraun. Tók ljósmyndir. Og vann síđan út frá ţeim dúkristur. Andlitsmyndir af föngum. Nauđgurum. Ţjófum. Morđingjum.
    Ég var sem sagt ein af ţessum ţúsund sem langađi ađ berja augum Indígóţema Gullpensilsins – lit nćturdrauma – líkt og Sigurđur Árni Sigurđsson, einn af međlimum Gullpensilsins, talađi um í blađaviđtali. Mér varđ ţá ósjálfrátt hugsađ til listamannsins Yves Klein ţegar hann sýndi sínar frćgu, fagurbláu myndir og vildi ađ liturinn smitađist yfir til áhorfenda. Allt átti ađ verđa blátt.
    Á Indígósýningunni  er ađ finna verk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur, Helga Ţorgils Friđjónsson og  Dađa Guđbjörnsson. Blóm máluđ međ Indigo-lit er framlag Eggerts Pétussonar til sýningarinnar og Birgir Snćbjörn Birgisson sýnir fölmálađa hjúkrunarkonubúninga. Á sýningunni eru stílhrein verk eftir ţá Sigurđ Árna Sigurđsson og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Og á henni gefur einnig ađ líta myndir eftir ţá JBK Ransu og dúkkumálarannn Jóhann Ludwig Torfason.
    Var fólk ef til vill mćtt ţarna í ársbyrjun til ađ kaupa Indígóverk? Og hvađa verk skyldu ţá helst hafa freistađ? Er hugsanlegt ađ einhver hafi til dćmis falliđ fyrir óţekktum fanga til ađ hafa uppi á vegg – yfir sófa?

    
Litur nćturdrauma. Indígóblámi og prúđbúnir bođsgestir. Snýst myndlist ekki fyrst og síđast um innihald? Hafđi Indígóbláminn ef til vill náđ ađ smitast yfir á gestina?.

    Allt tekur vissulega enda. Smátt og smátt líđur á opnunardaga. Tómum rauđvíns- og hvítvínsglösum fjölgar. Listaverkin verđa sýnilegri. Dagsbirtan úti fyrir hefur vaktaskipti viđ skammdegiđ, brátt er ţađ nćturbláminn einn – sem umlykur okkur öll.


Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Baldursson

Flott start, hlakka til ađ heyra meira.

Halldór Baldursson, 26.1.2007 kl. 21:16

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband