Edith Södergran


TILVITNUN DAGSINS - Ég er ekki kona. Ég er hvorugkyns.

 

HELD mikiđ upp á skáldkonuna Edith Södergran. Las ljóđ hennar sem unglingur en ţá náđu ţau ekki ađ hreyfa viđ mér. Langar ađ nýta bloggiđ sem lítinn kistil međ tilvitnunum, textabrotum og myndum - til ađ deila međ öđrum ţegar ég hef tíma.

Safna ljóđabókum og af ţví ég er nýflutt (nokkurnveginnCool) frá Spáni, er ég nýbúin ađ rađa ţeim í stafrófsröđ. Mikil framför. Ari Jósefsson og Andri Snćr kúra sáttir hliđ viđ hliđ og starta safninu. Vinur minn, ljóđskáldiđ Guttesen, skammađi mig einu sinni smávegis fyrir bókaóreiđu en var mun sáttari viđ mig ţegar hann heimsótti mig á dögunum. 

Svona er upphaf ljóđsins Vierge Moderne eftir finnsk-sćnsku skáldkonuna Edith Södergran í ţýđingu Njarđar P. Njarđvík:

,,Ég er ekki kona. Ég er hvorugkyns. Ég er krakki, skjaldsveinn, djarfleg ákvörđun, ég er hlćjandi geisli frá skarlats sól. "

Og Edith lćtur einnig ţessi andríku og kraftmiklu orđ falla:

 ,,Ég er hvísl blóđsins í eyra karlmanns, ég er sótthiti sálar -  holdsins ţrá og afneitun, ég vísa leiđ til nýrra paradísa."  

 

 


TILVITNUN DAGSINS

VONANDI skemmtiđi ykkur vel! Ţeir hjá Glitni, ţeir hjá Kaupţingi og svo framvegis ...Heyrir mađur ţetta ekki alltof oft? Ţeir er alltof oft notađ í stađ ţess ađ segja einfaldlega  ţau. Leiđur ávani?! Viđ erum öllsömul menn - öllsömul mannleg og eitt og annađ í uppeldi okkar, ýmiskonar dularfullur ávani er okkur sinkt og heilagt til trafala.

TILVITNUN dagsins hjá mér er í Sönginn um sjálfan mig eftir Walt Whitman, sem Sigurđur A. Magnússon ţýddi prýđisvel. Á einum stađ segir Whitman: ,,Ég er skáld kvenna jafnt og karla.Og segi ađ göfugt sé ađ vera kona ekki síđur en karl. Og segi ađ ekkert sé móđerni ćđra." 

Whitman segist dýrka skuggsćlar syllur og hvíldarstađi. Og ţá eru ţessi orđ hans mér ekki síđur eftirminnileg:  

      ,,Morgunkyrrđ viđ gluggann minn veitir mér meiri fullnćgju en háspeki bóka."

 

 


ENGIN UPPGERĐARHÓGVĆRĐ - LAY LOW AĐ SJÁLFSÖGĐU VINSĆLUST

Ég horđi á afhendingu íslensku tónlistarverđlaunanna. Og ég tek heilshugar undir orđ Ásgerđar Júníusdóttur söngkonu sem sagđi í sjónkanum í gćrkvöldi, ţegar rćtt var viđ  tilnefnda listamenn, eitthvađ á ţá leiđ: ađ ţađ vćri alltaf gaman ađ fylgjast međ konum sem vćru ađ semja sína eigin tónlist og sjá ţćr standa međ sínu.

Ég dansađi einu sinni viđ Lay Low/ Lovísu á Sirkus og viđ töluđum um Sri Lanka og textagerđ. Frábćrlega spennnandi listamađur. Hógvćrđin er ekta. Engin uppgerđarhógvćrđ einsog skáldiđ Dagur Sigurđarson talađi oft um ađ vćri einkenni á Íslendingum!


Hver kannast viđ ţennan dreng?

lastgamereddýx

Síđasti leikur

 

 


Síđasti séns - síđasti sýningardagur!

Hvet ţá sem ekki hafa fariđ á sýningarnar í ASÍ ađ láta af ţví verđa - í dag!!!

Sýningum Jóhanns Ludwigs Torfasonar og Hlyns Helgasonar lýkur sem sagt í dag.

Kćr kveđja, Margrét Lóa;)

 

AdamTILBx


Í ríki nćturblámans

'Guđ sér um vini mína. Ég sé um óvini mína' eftir Sigríđi ÓlafsdótturÉg fór á óvenju margmenna opnun um miđjan janúar í Gerđarsafni – ţar sem hleypa ţurfti fólki inn í hollum. Oft náđi mađur ţví ađeins rétt ađ grilla í listaverkin.
    Seinna var mér sagt ađ ţúsund bođsgestir hefđu mćtt á opnunina. Í og međ auđvitađ til ađ sýna sig og sjá ađra eftir allt jóla- og áramótastússiđ. Eftir allt átiđ. Fjölskyldubođin. Alla eyđsluna. Sjálf var ég ţar alls engin undantekning.
    Ađ öđrum Indígóverkum ólöstuđum, áttu fangaverk Sigríđar Ólafsdóttur hug minn allan á opnuninni, en Portret-myndir hennar af föngum á Litla Hrauni er forvitnilegt ađ skođa í tengslum viđ eldri málverk hennar og útsaumsmyndir af fjölskyldum. Ein til dćmis ađeins af móđur og dóttur. Önnur af karlmanni međ tvćr stelpur og kött. Og enn önnur af dćmigerđri vísitölufjölskyldu. Sigríđur mćtti ţá heim til hinna ýmsu tegunda af fjölskyldum og tók af ţeim ljósmyndir sem hún síđan málađi. Sama var uppi á teningnum í nýju verkunum, hún mćtti á stađinn – á Litla Hraun. Tók ljósmyndir. Og vann síđan út frá ţeim dúkristur. Andlitsmyndir af föngum. Nauđgurum. Ţjófum. Morđingjum.
    Ég var sem sagt ein af ţessum ţúsund sem langađi ađ berja augum Indígóţema Gullpensilsins – lit nćturdrauma – líkt og Sigurđur Árni Sigurđsson, einn af međlimum Gullpensilsins, talađi um í blađaviđtali. Mér varđ ţá ósjálfrátt hugsađ til listamannsins Yves Klein ţegar hann sýndi sínar frćgu, fagurbláu myndir og vildi ađ liturinn smitađist yfir til áhorfenda. Allt átti ađ verđa blátt.
    Á Indígósýningunni  er ađ finna verk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur, Helga Ţorgils Friđjónsson og  Dađa Guđbjörnsson. Blóm máluđ međ Indigo-lit er framlag Eggerts Pétussonar til sýningarinnar og Birgir Snćbjörn Birgisson sýnir fölmálađa hjúkrunarkonubúninga. Á sýningunni eru stílhrein verk eftir ţá Sigurđ Árna Sigurđsson og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Og á henni gefur einnig ađ líta myndir eftir ţá JBK Ransu og dúkkumálarannn Jóhann Ludwig Torfason.
    Var fólk ef til vill mćtt ţarna í ársbyrjun til ađ kaupa Indígóverk? Og hvađa verk skyldu ţá helst hafa freistađ? Er hugsanlegt ađ einhver hafi til dćmis falliđ fyrir óţekktum fanga til ađ hafa uppi á vegg – yfir sófa?

    
Litur nćturdrauma. Indígóblámi og prúđbúnir bođsgestir. Snýst myndlist ekki fyrst og síđast um innihald? Hafđi Indígóbláminn ef til vill náđ ađ smitast yfir á gestina?.

    Allt tekur vissulega enda. Smátt og smátt líđur á opnunardaga. Tómum rauđvíns- og hvítvínsglösum fjölgar. Listaverkin verđa sýnilegri. Dagsbirtan úti fyrir hefur vaktaskipti viđ skammdegiđ, brátt er ţađ nćturbláminn einn – sem umlykur okkur öll.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband